Tilvísun/Beiðni læknis

Myndgreiningar eru eingöngu gerðar samkvæmt beiðni læknis. Flestir læknar senda beiðni um myndgreiningu með rafrænum hætti þegar ákvörðun um rannsókn er tekin. 

Athugið að þegar komið er með börn í rannsókn þarftu af framvísa tilvísun frá heimilislækni til að tryggja greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Það er ekki nóg að koma með tilvísun frá sérfræðilækni. 

Fyrir rannsókn

Undirbúningur fyrir rannsóknir er mismikill, í mörgum tilfellum þarftu ekki að undirbúa þig sérstaklega. Almennt þarftu að hafa í huga að það þarf að fjarlægja fatnað og hluti sem geta skyggt á rannsóknarsvæðið svo sem skartgripi. Þess vegna er gott að mæta í rannsókn í fötum sem auðvelt er að fara úr. Þú getur fundið upplýsingar um allar rannsóknir sem við framkvæmum hér á vefnum, undir “Rannsóknir” í valmyndinni efst.

Í rannsókn

Rannsóknir taka mislangan tíma, allt frá 10 mínútum upp í allt að 2 klukkustundum. Hér á vefnum okkar getur þú séð hvað þú þarft að áætla langan tíma í rannsóknina. 

Við gerum alltaf allt sem við getum til þess að þér líði vel en það getur auðveldað þér heimsóknina að lesa um þá rannsókn sem þú ert að fara í. Smelltu á hlekkinn “Rannsóknir” í valmyndinni og finndu þína rannsókn. 

Börn í rannsókn

Almennt gildir allur sami undirbúningur fyrir börn og fullorðna. Börn eru stundum viðkvæmari fyrir því sem þau þekkja ekki og oft hjálpar það þeim heilmikið að vita út í hvað þau eru að fara. Við mælum þess vegna með því að þú skoðir þær upplýsingar sem hér eru, sýnir þeim myndir af tækjunum o.s.frv. 

Röntgenmynd af brjóstkassa