Í notkun er tilvísunarkerfi fyrir börn 2-18 ára.

Ef barn 2-18 ára kemur með beiðni um myndgreiningu beint frá heilsugæslulækni (heimilislækni),  greiðir það ekkert gjald fyrir þjónustuna.

Ef barn 2-18 ára fær beiðni fyrir myndgreiningu frá sérgreinalækni, t.d. barnalækni, þarf að greiða gjald fyrir myndgreininguna samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nema ef tilvísun frá heilsugæslulækni til sérgreinalæknisins fylgi með.

Börn með umönnunarmat og börn yngri en 2 ára greiða ekki gjald fyrir komu.

Um greiðsluþátttöku barna og tilvísanir fyrir börn má nánar lesa á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.