Láttu okkur vita!

Þegar kona er þunguð eða grunur um þungun liggur fyrir er unnið eftir ákveðnum verklagsreglum:

  • Ef vitað er að kona er þunguð þarf að sýna sérstaka aðgæslu m.t.t. geislavarna.
  • Ef kona telur sig ekki vera þungaða getur rannsókn farið fram.
  • Ef óvissa er um þungun af einhverjum orsökum, skal líta á viðkomandi konu sem þungaða.

Sérstakrar varúðar er þörf ef kona er á 8. – 15. viku meðgöngu vegna hugsanlegra áhrifa rannsóknanna á miðtaugakerfi fósturs. 

Ef það er læknisfræðilega verjandi að fresta rannsókn gerum við það en annars reynum við að nota áhættuminni rannsóknir fyrir fóstrið. 

Ef ekki er hægt að fresta rannsókn gerum við sérstakar varúðarráðstafnir vegna geislavarna og takmörkum fjölda mynda og lengd skyggnitíma eins og hægt er. 

Aðalatriðið er að láta okkur vita ef minnsti grunur leikur á að þú sért þunguð. 

Mynd af pokum