Þeir sem taka lyf við sykursýki þurfa að láta okkur vita.
- Sykursýki hefur almennt ekki áhrif á rannsóknir.
- Við ráðleggjum fólki sem tekur metformín lyf að sleppa inntöku í tvo daga eftir rannsókn ef fólk hefur fengið skuggaefni.
- Ekki er æskilegt að blanda saman skuggaefni og þessum lyfjum því samverkun þeirra getur valdið lífshættulegum aukaverkunum.