Joð-skuggaefni: 

Eingöngu notað í tölvusneiðmyndatökum.

  • Gefið í bláæð í olnbogabót á meðan á rannsókn stendur.
  • Þú finnur  líklega fyrir hitastraumi frá hálsi og niður í þvagblöðru.
  • Þú gætir fundið járnbragð í munni. 
  • Áhrifin líða hratt hjá og eru eðlileg.
  • Mikilvægt að drekka u.þ.b. einn lítra af vatni aukalega í tvo daga eftir rannsókn. 

Ef þú veist af ofnæmi fyrir joð-skuggaefnum, láttu okkur þá vita þegar tími í rannsókn er bókaður.  Stundum er hægt að gera rannsóknina án skuggaefnis eða þá með notkun ofnæmislyfja samhliða rannsókninni. 

Þeir sem taka lyf við sykursýki 2 þurfa einnig að láta okkur vita. Sleppa þarf sumum sykursýkislyfjum í tvo sólahringa eftir skuggaefnisgjöf. Geislafræðingur fer yfir það í rannsókninni. 

Gadolinium skuggaefni 

Gadolinium-skuggaefni eru notuð í sumum segulómrannsóknum og þeim er oftast dælt í  bláæð í handlegg. Fæstir finna nokkuð fyrir því, en sumir finna málmbragð. 

Skuggaefni fyrir meltingaveg

Skuggaefni fyrir meltingarveg eru oftast þunnar baríum blöndur, en einnig er hægt að nota joð skuggaefni (fyrir röntgenrannsóknir). Það fer eftir eðli rannsóknar hvort skuggaefni er drukkið fyrir rannsókn eða á meðan á henni stendur, og tíminn getur einnig verið mismunandi langur.

Baríum skuggaefni er stemmandi og við mælum með því að þú drekkir meiri  vökva en vanalega eftir rannsókn.

Nærmynd af slöngum fyrir skuggaefni.
Tölvusneiðmynd sem sýnir hvernig skuggaefni draga fram líffærin
Skuggaefnin draga fram líffæri og gera okkur kleift að sjá ástand þeirra.