Á traustum grunni

Læknisfræðileg myndgreiningu ehf, sem oftast gengur undir nafninu Röntgen Domus hóf rekstur  í október 1993 að Egilsgötu 3, húsi Domus Medica. Stofnendur voru fimm röntgenlæknar sem höfðu unnið saman á St. Jósepsspítala á Landakoti. 

Fagmennska í fyrirrúmi

Röntgen Domus hefur verið leiðandi fyrirtæki á sviði myndgreiningar á Íslandi bæði hvað varðar tækjabúnað og fjölbreytileika rannsókna. Röntgen Domus hefur verið brautryðjandi í upptöku nýjunga og lagt mikið uppúr gæðamálum. Fyrirtækið hefur alltaf kappkostað við að geta boðið uppá allar rannsóknategundir og sinnt skjólstæðingum sínum heildrænt. Í dag starfa átta röntgenlæknar hjá fyrirtækinu með fjölbreytta sérþekkingu innan myndgreiningar sem spannar öll líffærakerfi, 15 geislafræðingar með mikla reynslu og 14 aðrir starfsmenn.

Vöxtur

Fyrirtækið rekur nú til viðbótar starfstöð að Egilsgötu 3  tvær minni starfsstöðvar þar sem gerðar eru flestar algengustu rannsóknir. Önnur er í Þönglabakka 1, Læknasetrinu Mjódd og hin á Bíldshöfða 9, Heilsugæslunni Höfða. Framkvæmdar eru nú yfir 70 þúsund rannsóknir á ári samanlagt.

Tækniframfarir 

Í febrúar 2019 hóf Röntgen Domus samstarf við fyrirtækið Heartflow Inc. í Bandaríkjunum við greiningu á kransæðarannsóknum. Með þessari tækni erum við þau einu á Íslandi sem getum nú metið með vissu, (u.þ.b. 90%) hvort þörf sé á kransæðaþræðingu eftir slíka rannsókn. Hægt er að sjá hvort breytingar á æðaveggjunum hafi marktæk áhrif á blóðfæði til hjartavöðvans og þannig hægt að vita hvort þurfi víkkun á æðinni með hjartaþræðingu. Með Heartflow tækninni verður þessi greiningar vinna mun nákvæmari og ekki þarf að gera frekari “óþarfa” kransæðaþræðingu til að meta æðarnar betur og fækka þeim um allt að 60%.

Röntgenmynd af brjóstkassa
Röntgenmynd af brjóstholi
Mynd af ástandi hjarta með Heart Flow tækni
Nýjasta tækni í myndgreiningum á hjarta