Röntgen Domus rekur þrjár starfsstöðvar: Egilsgötu 3 (Domus Medica), Þönglabakka í Mjódd (Læknasetrið) og Bíldshöfða (Heilsugæslan Höfði og Heisluborg) og rekur á þeim samtals 10 rannsóknarstofur. Á öllum starfstöðvum eru framkvæmdar röntgen- og tölvusneiðmyndatökur en á Egilsgötunni eru að auki ísótópastofa, segulómstofa og ómstofa. 

Röntgenstofur

Á Egilsgötu eru tvær röntgenstofur. Önnur stofan er fyrir allar almennar röntgen rannsóknir af beinum, liðum, lungum og kvið. Hin stofan er skyggnistofa og er fyrir flestar tegundir skyggnirannsókna. 

Í Mjódd er almenn röntgenstofa sem er fyrir allar almennar röntgen rannsóknir. 

Á Bíldshöfða er almenn röntgenstofa sem einnig er fyrir allar almennar röntgen rannsóknir. 

Tölvusneiðmyndastofur

Á Egilsgötu er 320 sneiða tölvusneiðmyndatæki (Toshiba Genesis, sett upp 2017). Þar eru framkvæmdar allar æðarannsóknir, auk þess að gera allar almennar TS rannsóknir.

Í Mjódd er 16 (32) sneiða tölvusneiðmyndatæki (Toshiba, sett upp 2013).  Þar eru framkvæmdar allar almennar TS rannsóknir.

Á Bíldshöfða er 180 sneiða tölvusneiðmyndatæki (Toshiba Aquilion, sett upp 2017). Þar eru gerðar allar almennar TS rannóknir, auk flestra æðarannsókna.

Ísótópastofa

Ísótópastofan samanstendur af blöndunarherbergi, þar sem geislageit er geymd og sjúklingaskammtar eru útbúnir og mældir, svo er rannsóknaherbergi með þriggja hausa gammamyndavél (Picker Irix, sett upp 1999). Meginþorri rannsókna á stofunni er gerður með Tc99m og tilbúnum áhengjum.

Segulómstofa

Á Egilsgötu eru tvö segulómtæki, eitt alhliða 1,5 Tesla tæki fyrir allar almennar segulómrannsóknir (Siemens Aera, sett upp 2015) og eitt 0,3 Tesla fyrir útlimarannsóknir (ESAOTE Arto Scanner, sett upp 2011).

Ómstofa

Á Egilsgötu eru tvö ómtæki (Toshiba).  Á ómstofunni eru gerðar allar almennar ómrannsóknir til sjúkdómsgreiningar og auk þess ástungur.

Segulómun í framkvæmd. Sýnir tækið inni í rannsóknarherberginu og starfsmannin sem er ekki í herberginu.
Mynd af tölvusneiðmyndatæki
Læknir fer yfir myndir