Ofnæmisviðbrögð við joð-skuggaefni eru sjaldgæf en koma þó einstaka sinnum upp. Algengast er að efnið sé notað í eftirfarandi rannsóknum: 

  • Tölvusneiðmyndir af kviðarholi.
  • Nýrnamyndatökur
  • Æðamyndatökur

Þegar joð-skuggaefni er gefið í æð er algengt að fólk finni fyrir hitastraumi alveg frá hálsi og alla leið niður í þvagblöðru og jafnvel svo að fólk hefur það á tilfinningunni að það sé að pissa. Auk þess finna margir fyrir málmbragði í munni. Þetta líður hratt hjá og telst til eðlilegra viðbragða og eru ekki ofnæmisviðbrögð.

Ef þú hefur áður sýnt ofnæmisviðbrögð við joð-skuggaefni skaltu láta vita þegar tími í rannsókn er bókaður. Í þeim tilvikum þarf að framkvæma rannsóknina án skuggaefnisinndælingar eða undirbúa rannsóknina sérstaklega með ofnæmislyfjum.  Þetta er metið í hverju tilfelli fyrir sig. 

Lykilatriði er að þú látir okkur vita tímanlega ef þú hefur sýnt ofnæmisviðbrögð við joð-skuggaefni áður.Myndin sýnir skuggamynd af meltingarvegi.