Fagmennska og öryggi

Nýjasta tækni ásamt gríðarlegri reynslu tryggir fljóta, örugga og faglega þjónustu fyrir alla sem þurfa á rannsóknum að halda.

Táknmynd af klukku.

Opnunartímar

Allar starfstöðvar okkar eru opnar  kl. 8.00 - 16.00 alla virka daga. Sími: 551 9333

 

Við erum á Egilsgötu, Þönglabakka og Bíldshöfða. Sjá kort hér fyrir neðan.

 

Fagfólk athugið

Léttútgáfa er nú komin með fulla virkni. Hægt er að skoða myndir bæði í öllum plönum (MPR) og gera 3D myndir.

 

COVID-19

  • Ef einhver grunur er um Covid smit, ekki koma til okkar. Hafðu samband í síma 551-9333.
  • Fjarlægðartakmarkanir eru í fullu gildi hjá okkur, hægt er að halda 2 metra fjarlægð á biðstofum okkar.

  • Grímuskylda.
  • Nánari upplýsingar um COVID-19 á vef Landlæknis.

Rafrænar niðurstöður

Allir heilbrigðisstarfsmenn geta fengið aðgang að myndum og rafrænum niðurstöðum rannsókna. Til þess að sækja um aðgang smelltu hér

Munurinn á vefgátt og vefgátt léttútgáfa má sjá hér.

Mynd af ástandi hjarta með Heart Flow tækni

Mat á kransæðum með Heartflow tækni

Í febrúar 2019 hóf Röngen Domus samstarf við fyrirtækið Heartflow Inc. í Bandaríkjunum við greiningu á kransæðarannsóknum.

Með þessari tækni erum við þau einu á Íslandi sem getum nú metið með vissu, (u.þ.b. 90%) hvort þörf sé á kransæðaþræðingu eftir slíka rannsókn.

Hægt er að sjá hvort breytingar á æðaveggjunum hafi marktæk áhrif á blóðfæði til hjartavöðvans og þannig hægt að vita hvort þurfi víkkun á æðinni með hjartaþræðingu.

Þessi tækni hefur reynst leiða til fækkunar á “óþarfa” kransæðaþræðingum og öðrum rannsóknum um allt að 60%.