Undirbúningur fyrir komu: Tölvusneiðmynd af ristli er gerð eftir undirbúning sem tekur 2 sólarhringa. Sækja þarf efni til okkar en leiðbeiningarnar má finna hér.
Undirbúningur: Fjarlægja þarf fatnað og skart frá svæðinu sem á að mynda.
Tími: Rannsóknin tekur um 30 mínútur.
Rannsókn: Við upphaf rannsóknar er lofti dælt inn í ristilinn í gegn um lítið rör sem komið er fyrir í endaþarmi, en lyf sem slakar á þarmahreyfingum (Buskopan) er gefið í æð áður. Þú þarft að snúa þér á bekknum á meðan loftinu er dælt inn. Fyrstu myndirnar eru teknar þar sem þú liggur á grúfu með hendur upp fyrir höfuð. Næst leggst þú á bakið og þá er skuggaefni gefið í æð, flestir finna eitthvað fyrir því eins og lesa má hér. Þú þarft að liggja alveg kyrr og halda niðri andanum á meðan myndað. Þú færð leiðbeiningar um það jafn óðum. Rannsóknarbekkurinn hreyfist og það heyrist svolítill hvinur í tækinu.
Eftir rannsókn: Ef skuggaefni er gefið þarf að gera hlé á inntöku metformin-lyfja (Sykursýki 2) í tvo sólarhringa. Við mælum einnig með því að drekka meira vatn en venjulega næstu daga.