Líffæri brjósthols sem eru skoðuð með tölvusneiðmynd eru lungu, lungnaæðar, ósæð, miðmæti og brjóstkassi. Tölvusneiðmynd af kransæðum er lýst á annarri síðu.
Undirbúningur: Enginn, en ef gefið er skuggaefni er settur upp æðaleggur, oftast í olnbogabót. Það má lesa meira um skuggaefni hér. Fjarlægja þarf fatnað og skart frá svæðinu sem á að mynda, t.d. hálsmen.
Tími: Rannsóknin tekur um 10 mínútur.
Rannsókn: Þú þarft að liggja á bakinu á rannsóknarbekknum og það er mikilvægt að vera alveg kyrr. Ef gefið er skuggaefni er það gert eftir að þú leggst á bekkinn. Þú þarft að halda inni andanum nokkrum sinnum, leiðbeiningar um það koma jafn óðum. Rannsóknarbekkurinn hreyfist og það heyrist svolítill hvinur í tækinu.
Eftir rannsókn: Eftir að skuggaefni er gefið þarf að gera hlé á inntöku metformin-lyfja (Sykursýki 2) í tvo sólarhringa. Við mælum einnig með því að drekka meira vatn en venjulega næstu daga.