Oftast er bara hluti hryggjar myndaður í einu s.s. hálshryggur, brjósthryggur, lendhryggur eða spjaldliðir (SI liðir) en stundum allur hryggur.
Undirbúningur: Enginn, nema stundum þarf að setja upp nál í handlegg ef gefa á skuggaefni. Þú færð eyrnatappa eða heyrnatól vegna hávaða í tækinu.
Tími: Rannsóknin tekur 15-45 mín.
Innstilling: Þú liggur á bakinu með höfuðið í sérstakri höfuðstoð eða kodda. Þú liggur með hendur niður með hliðum eða ofan á bringu og færð teppi ef þú vilt. Þér er rennt inn í tækið og sá hluti hryggjar sem á að mynda er staðsettur í miðjum seglinum.
Framkvæmd: Mikilvægt er að þú liggir grafkyrr allan tímann meðan á rannsókn stendur. Teknar eru nokkrar myndraðir sem taka 1-7 mínútur hver. Bekkurinn gæti færst örlítið til á milli myndraða. Ef þú færð skuggaefni í æð, þá er því sprautað inn í miðri rannsókn. Þú finnur ekkert fyrir því.