Segulómun af höfði er gerð til þess að skoða heila, heiladingul, heilaæðar, eyru, kjálkaliði eða augu (orbita).
Undirbúningur: Enginn, nema stundum þarf að setja upp nál í handlegg ef gefa á skuggaefni. Þú færð eyrnatappa í eyrun vegna hávaða í tækinu.
Tími: Rannsóknin tekur 20-45 mín.
Innstilling: Þú liggur á bakinu með höfuðið ofan í sérstakri höfuðstoð. Loftneti (grind) er rennt yfir höfuðið og haft á meðan á rannsókn stendur. Þú liggur með hendur niður með hliðum eða ofan á bringu og ef þú vilt færðu teppi.
Framkvæmd: Mikilvægt er að þú liggir grafkyrr allan tímann meðan á rannsókn stendur. Teknar eru nokkrar myndraðir sem taka 1-7 mín hver. Bekkurinn gæti færst örlítið til á milli myndraða. Þú ræður hvort þú hefur augun opin eða lokuð. Ef mynda á kjálkaliði þarft þú ýmist að hafa munninn lokaðan eða opinn. Þú færð skýrar leiðbeiningar um það.