Ferlið

Mynd af konu á leið í ístótóparannsóknFerlið er ólíkt eftir því hvaða hluta líkamans á að skanna. Þegar þú hefur fengið tíma í skann er mikilvægt að kynna sér hvernig ferlið er og hvernig er best að undirbúa sig. Í flestum tilfellum tekur rannsóknin 20-90 mínútur. 

Geislavirka efnið sem gefið er í ísótóparannsóknum er svokallaður ísótópi sem heitir TC99M . Efnið brotnar sjálfkrafa niður í líkamanum að lokinni rannsókn og hefur ekki áhrif á líkamsstarfsemina. 

Heilaskann

 • Settur er upp æðaleggur í olnbogabót
 • Myndað í 15 mínútur og þú þarft að liggja alveg kyrr
 • Þú liggur á bakinu
 • Myndavélin fer nokkuð nærri þér, en snertir þig ekki

Munnvatnskirtlaskann

 • Settur er upp æðaleggur í olnbogabót
 • Myndað í 30 mínútur
 • Þú liggur á bakinu með púða undir hálsi sem lyftir hökunni
 • Eftir um 20 mínútur færð þú sítrónusafa að drekka gegnum rör og mátt ekki hreyfa þig

Skjaldkirtilsskann

 • Settur er upp æðaleggur í olnbogabót
 • Þú færð teknetín í æð og 15 mínútum síðar er myndað
 • Það er myndað í 4 mínútur í senn, nokkrum sinnum
 • Í heild tekur rannsóknin um 40 mínútur
 • Hafir þú ekki farið í ómskoðun af skjaldkirtli er byrjað á því 

Nýrnaskann

Fleiri en ein tegund ísótóparannsókna eru gerðar af nýrum. Undirbúningur og framkvæmd þeirra er örlítið mismunandi en í flestum tilvikum er ferlið eftirfarandi: 

 • Fasta síðustu 4 klst fyrir rannsókn
 • Drekka mikinn vökva 
 • Settur er upp æðaleggur í olnbogabót og teknetín (hlekkur eða mouse over) gefið
 • Rannsóknin tekur 60-90 mínútur en stundum lengri tíma í heildina.

Í sumum tilfellum er myndað í 60 mínútur frá því að efni er gefið en stundum þarf að bíða í allt að 2 klst frá því að efni er gefið í æð og þar til myndað er. Á meðan myndatakan fer fram liggur þú á bakinu og þarft að liggja alveg kyrr.

Gallvegaskann 

Þessi rannsókn tekjur oftast að lágmarki 90 mínútur og stundum lengri tíma. 

 • Fasta frá miðnætti kvöldið fyrir rannsókn
 • Taka nauðsynleg lyf með litlum skammti af vatni
 • Settur er upp æðaleggur í olnbogabót
 • Þú liggur alveg kyrr á bakinu 
 • Myndað samfellt í a.m.k. 60 mínútur

Eftir fyrstu 60 mínútur er framhald rannsóknarinnar ákveðið. Flestir þurfa að drekka 1,25 dl af rjóma til að framkalla samdrátt í gallblöðrunni og síðan er myndað í 25 mínútur til viðbótar. Í ákveðnum tilfellum er gert hlé á rannsókn eftir fyrsta klukkutímann og síðan haldið áfram. 

Meckelsskann

Í þessari rannsókn er verið að leita að Meckels-þarmatotu. 

 • Fasta í 4 klst fyrir rannsókn
 • Ekki má taka aspirín né hægðalyf í 3 daga fyrir rannsókn
 • Settur er upp æðaleggur í olnbogabót
 • Myndað er samfellt í 45 mínútur
 • Þú liggur á bakinu með púða undir hægri hlið á meðan á myndatöku stendur

Undirbúningur

Örlítið mismunandi undirbúningur eftir því hvaða svæði á að rannsaka. Þegar þú kemur í rannsókn þarf að fjarlægja allt sem getur skyggt á rannsóknarsvæðið.

Börn í rannsókn

Um ísótóparannsóknir fyrir börn gilda öll sömu atriði og fyrir fullorðna. Efnaskammtar og geilsun er alltaf í samræmi við aldur, hæð og þyngd.

 

Það er mikilvægt að undirbúa börnin með því að útskýra vel að þau verði að vera alveg kyrr á meðan á rannsókn stendur og að tækin séu ekki hættuleg.

Tímapantanir og niðurstöður

Eftir að læknir hefur sent beiðni um rannsókn höfum við samband við þig og bókum tíma. 

 

Læknirinn sem sendi beiðnina fær svo niðurstöður rannsóknarinnar mjög fljótlega og kynnir þær fyrir þér. Algengur biðtími er 1-2 dagar.