Fagmennska og öryggi

Nýjasta tækni ásamt gríðarlegri reynslu tryggir fljóta, örugga og faglega þjónustu fyrir alla sem þurfa á rannsóknum að halda.

Táknmynd af klukku.

Opnunartímar

Allar starfstöðvar okkar eru opnar  kl. 8.00 - 16.00 alla virka daga. Sími: 551 9333

 

Við erum á Egilsgötu, Þönglabakka og Bíldshöfða. Sjá kort hér fyrir neðan.

 

Opið á öllum okkar starfsstöðvum 

Opið er á öllum okkar starfsstöðvum, Egilsgötu, Mjódd og Höfða.

Stutt bið er í allar tegundir rannsókna.

COVID-19

Átt þú erindi til okkar í Röntgen Domus en ert nýkomin/n frá útlöndum og með flensulík einkenni (hiti, hósti, mæði), eða hefur umgengist einstakling með þessi einkenni eða jafnvel staðfest kórónaveirusmit? Ef svo er, biðjum við þig að sýna aðgát og koma ekki til okkar í Röntgen Domus Egilsgötu, Höfða eða í Mjódd, en hafa þess í stað samband og fá tíma þínum breytt.

Rafrænar niðurstöður

Allir heilbrigðisstarfsmenn geta fengið aðgang að myndum og rafrænum niðurstöðum rannsókna. Smelltu hér til þess að sækja um aðgang.

Mynd af ástandi hjarta með Heart Flow tækni

Mat á kransæðum með Heartflow tækni

Í febrúar 2019 hóf Röngen Domus samstarf við fyrirtækið Heartflow Inc. í Bandaríkjunum við greiningu á kransæðarannsóknum.

Með þessari tækni erum við þau einu á Íslandi sem getum nú metið með vissu, (u.þ.b. 90%) hvort þörf sé á kransæðaþræðingu eftir slíka rannsókn.

Hægt er að sjá hvort breytingar á æðaveggjunum hafi marktæk áhrif á blóðfæði til hjartavöðvans og þannig hægt að vita hvort þurfi víkkun á æðinni með hjartaþræðingu.

Þessi tækni hefur reynst leiða til fækkunar á „óþarfa“ kransæðaþræðingum og öðrum rannsóknum um allt að 60%.